Akureyrarkirkja

  Akureyrarkirkja.   Akureyrarkirkja var vígđ í nóvember 1940 og hefur veriđ stolt akureyringa og nćrsveitunga ć síđan.  Kirkjan er mikiđ notuđ og vel

Akureyrarkirkja

 

Akureyrarkirkja.

 

Akureyrarkirkja var vígð í nóvember 1940
og hefur verið stolt akureyringa og nærsveitunga
æ síðan.  Kirkjan er mikið notuð og vel sótt og
þykir með glæsilegustu kirkjum landsins.
Arkitekt Akureyrarkirkju var
Guðjón Samúelsson (1887-1950).

  

Hugmyndir um endurnýjun hljóðkerfis
Akureyrarkirkju komu fram árið 2005,
þá hafði nokkuð lengi verið kvartað
undan óskýru tali og rifnum tóni. Þörf
var á fleiri þráðlausum hljóðnemum og
æskilegt að kirkjuvörður gæti stýrt kerfinu
úr aðstöðu kirkjuvarðar í anddyri.

  

Við hjá Tónabúðinni höfum skoðað þessi
mál nokkuð lengi, og þegar falast var eftir
tilboði í nýtt hljóðkerfi á vordögum 2008
sendum við teikningar af húsinu til Fohhn 
í Þýskalandi þarsem málin á húsinu voru sett inn í
hermiforrit og reiknað út hvernig hátalarar myndu
henta best og hvaða staðsetning myndi
skila bestum árangri. 

Með þau gögn og okkar miklu reynslu af
uppsetningu hljóðkerfa að vopni, unnum
við tilboð sem sóknarnefnd samþykkti og
óskaði eftir aðTónabúðin myndi selja og
setja upp nýtt hljóðkerfi í Akureyrarkirkju.  

Verkið var unnið í september 2008.

  

Við uppsetninguna nutum við aðstoðar
rafvirkja frá Ljósgjafanum og þá sérstaklega
Reynis Vatlýssonar, sem hefur séð um raflagnir
í kirkjunni síðustu 30 ár eða svo. 

Þekking hans á lögnum og lagnaleiðum í kirkjunni skipti
sköpum og sáu rafvirkjar Ljósgjafans um að leggja allar
hátalarasnúrur og aðrar lagnir þannig að sem minnst bæri
á þeim.  Tókst það verk mjög vel.

  

Hljóðkerfið í kirkjunni samanstendur af 12 hátölurum,
10 magnararásum, 5 þráðlausum hljóðnemum,
2 föstum hljóðnemum, hljóðblandara og DSP hljóðstýringu.
 DSP hljóðstýringin sér um að deila hljóðinu í hátalarana og
stilla styrk, tón og seinkun á hljóði í hvern hátalara.  Einnig er
stýripanell í andyri tengdur við hljóðstýringuna sem gerir
kirkjuverði kleyft að hækka og lækka í kerfinu eftir þörfum.

  

Hátalararnir eru frá Fohhn, úr Linea seríunni. 
Þessir hátalarar eru sérhannaðir til að virka sem
best í rými sem hafa langan óm-tíma, svo sem kirkjur,
tónleikasalir, ráðstefnusalir.

Allir hljóðnemar og tengdur búnaður er frá Shure.
Við hljóðkerfið eru tengdir fimm þráðlausir hljóðnemar,
einn til að halda á eða setja á stand, og fjórir með WCE6 
höfuðspöng af bestu gerð sem tryggir bestu hugsanlegu
hljómgæði á tali.  

Hljóðblandari og kraftmagnarar eru fráEcler  á Spáni. 
Ecler sérhæfir sig einmitt í tækjum fyrir fastsett
hljóðkerfi (installation) og þykir mjög framarlega á því sviði. 

Hljóðstýringin og stýripanellinn eru fráFohhn líkt og
hátalararnir.  Með nákvæmum stillingum tókst okkur að
stilla kerfið þannig að hvergi er meiri styrksmunur
en 2,5dB á milli sæta, þannig að hvergi er of mikill
hávaði og hvergi heyrist of lítið.

Við hljóðkerfið tengjast minni hljóðkerfi í kapellu og
safnaðarheimili þannig að hægt er að hlusta á athafnir
úr kirkjunni á báðum stöðum.

Hljóðkerfið hefur núna verið í notkun í nokkrar vikur og
hefur reynst frábærlega.  Einfalt í notkun og hljómurinn
jafn og góður.

Við óskum prestum og öðrum starfsmönnum kirkjunnar,
sóknarnefnd og akureyringum öllum til hamingju með
nýja hljóðkerfið í Akureyrarkirkju.

Starfsmenn Tónabúðarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Svćđi

-toppur:Linkar

Tónabúđin

Tónabúđin

Glerárgötu 30, 600 Akureyri

S. 462 1415

 

Hljóđfćrahúsiđ

Síđumúla 20, 108 Reykjavík

S. 415 5600

OPNUNARTÍMI
Mán, ţri, fim, fös  09:00 - 18:00
Miđ, 10:00 - 18:00
Laugardaga 11:00 - 14:00.

  OPNUNARTÍMI
Virka daga  10:00 - 18:00
Opiđ laugardaga frá 12-15
tonabudin@tonabudin.is   info@hljodfaerahusid.is