Giljaskóli Akureyri

Uppsetning í sal Giljaskóla.   Í Giljaskóla er nýr salur, tekinn í notkun haustiđ 2002.  Hann er svolítiđ sérstakur í laginu, ekki eiginlegt sviđ, heldur

Giljaskóli Akureyri

Uppsetning í sal Giljaskóla.

 

Í Giljaskóla er nýr salur, tekinn í notkun
haustið 2002.  Hann er svolítið sérstakur í laginu,
ekki eiginlegt svið, heldur er gólfið tekið niður í
miðjunni, í nokkurs konar gryfju.  Þetta bjó til
nokkur vandamál.Það var haft samband og við
vorum beðnir um lausn á málinu.Útveguð var
grunnteikning og send bæði til sérfræðinga hjá
Peavey í bretlandi og til Fohhn í þýskalandi.

 

Það er ekki hátt til lofts í salnum og niður úr
loftinu miðju, fyrir ofan gryfjuna, er slá og á hana
eru hengd ljós. Ekki var talið fýsilegt að setja
hátalara þar.  Bæði vegna þess að sláin var ekki
hönnuð með það í huga upp á styrk og líka vegna
þess að það myndi takmarka dreifingu ef hátalara
væru settir þar.  Eftir talsverða ígrundun var
ákveðið að mæla með hljóðkerfi frá Fohhn. 

 

Við skoðuðum nokkra möguleika á uppsetningu
og ákváðum að mæla með því að 2 hátalararar
yrðu settir upp á vegg, staðsettir sitt hvoru
megin við svæðið sem er notað í stað sviðs,
vísandi yfir salinn, og að tveir bassahátalarar
yrðu til taks þegar böll eru haldin.  Annars er
hægt að rúlla þeim á bak við þegar eingöngu
er verið að nota kerfið fyrir tal eða lágværa
tónlist.

 

Hátalararnir sem fyrir valinu urðu heita
Fohhn FH3i, og eru úr “Installation” línunni
frá Fohhn, með 12” hátalara og 1” hátíðni
einingu 350W rms.  Þeir voru pantaðir hvítir
og veggfestingar í stíl.  Bassahátalararnir eru
FB4-FX3, 18” hátalarar með innbyggt
crossover, sem gerir það kleift að tengja
þá við án frekari stillinga.Þetta er svo knúið
áfram með 2 Peavey GPS2600 kraftmögnurum
og Fohhn FC-3 PRO hljóðstýring sér um að
vernda hátalarana fyrir skakkaföllum.
Svo var settur Behringer tónjafnari DSP-8024
 til að skera í burt óæskilegar tíðnir sem
myndast í salnum.

 

Í stjórnherberginu er hljóðblöndunarborð
er frá Behringer, MX-2004A, og í hann eru
tengdir 2 geislaspilar og útvarp frá SONY og
2 þráðlaus hljóðnemasett með barmnælu-
hljóðnema, Shure UT24/93. Einnig er hægt
að tengja aðra hljóðnema, tölvur, myndvarpa
og fleira í borðið.  Giljaskóli á einnig 2 Fohhn
hátalara með innbyggðum mögnurum, Fohhn
Direct media, sem eru ætlaðir í kennslustofur.
Í þá hefur verið settur móttakari fyrir
þráðlausan hljóðnema og barmnæluljóðnemi
og sendir fylgir þeim.  Annar þeirra hefur verið
notaður sem monitor fyrir þá sem eru að
stjórna hljóðkerfinu á árshátíðum og slíku,
vegna þess að sakir staðsetningar stjórnherbergisins
heyrist ekki vel hvað er að fara fram í salnum.
En með þessu móti er mjög þægilegt að
fylgjast með.Hljóðkerfið hefur reynst alveg
ótrúlega vel.  Hljómur alveg til fyrirmyndar
og það er mjög einfalt í notkun.

 

Uppsetning í skólastofur í Giljaskóla.

 

Haft var samband við okkur varðandi talkerfi
fyrir kennara í skólastofur í Giljaskóla.  
Tónabúðin hefur nú þegar sett upp tugi slíkra
kerfa í grunnskólunum hér á svæðinu.  Eftir
að farið var yfir málin með skólastjóra var
ákveðið að setja upp 2 hljóðkerfi í skólastofur
þar sem kennarar höfðu kvartað yfir vandamálum
tendum raddbeitingu, og að skólunn mundi
einnig fá 2 færanleg kerfi sem hægt væri að
nota bæði í skólastofum og einnig á sal, eða
úti í porti. 

Að fenginni reynslu ákváðum við
að setja upp Peavey hljóðkerfi í skólastofurnar.
Hátalararnir heitaImpulse 6 og eru festir upp
með SV-605 vegg/loftfestingu. Mixer/magnarinn
heitir MP400 og er með 4 rásir og 65w magnar
innbyggðan.  Við erum búnir að prófa ótal
samsetningar á slíkum hljóðkerfum, og þessi
samsetning er sú sem hefur komið langsamlega
best út.Við þetta er svo tengt þráðlaust hljóðnemasett
frá Shure, T3 móttakari og T1 sendir, og hljóðnemi
í barm.
  Við höfum reyndar haft það fyrir reglu
að þegar við setjum upp svona kerfi þá prófum
við allavega 3 gerði af hljóðnemum, og veljum
síðan það sem hentar best í hvert tilfelli. Þar
sem mixermagnarinn hefur 3 lausar rásir er
einnig hægt að stinga í hljóðkerfið geislaspilara,
kasettutæki, myndvarpa, tölvu eða hverju sem er
og nýta hljóðkerfið til að varpa hljóði yfir stofuna
í mun meiri gæðum en lítið ferðatæki gerir eða hátalarar
í sjónvarpi.

 

Í færanlegu kerfin völdum viðFohhn Direct Media
hátalara með magnara innbyggðan.  Hann er með
8” hátalara og tweeter og magnarinn er 100w rms.
Lítill mixer er aftan á hátalaranum og hægt er að
tengja hljóðnema og eitthver tæki (geislaspilara,
hljómborð eða merki frá mixer) saman inn á hátalarann
í einu og stilla styrkinn sitt í hvoru lagi.  Við ákváðum
að gera lífið örlítið einfaldara fyrir notandann og komum
þráðlausa móttakaranum fyrir inn í hátalaranum,
þannig að það þarf aðeins að hengja á sig sendinn,
staðsetja hljóðnemanann, setja hátalarann á stand
og stinga honum í samband við rafmagn og  -tataaa!
Komið hljóð.
Þessa hátalara er líka hægt að nota ef halda þarf
ræður eða flytja tónlist úti, einnig sem monitora 
fyrir tæknimann á skólaskemmtunum og álíka 
viðburðum inn í sal ofl.

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svćđi

-toppur:Linkar

Tónabúđin

Tónabúđin

Glerárgötu 30, 600 Akureyri

S. 462 1415

 

Hljóđfćrahúsiđ

Síđumúla 20, 108 Reykjavík

S. 415 5600

OPNUNARTÍMI
Mán, ţri, fim, fös  09:00 - 18:00
Miđ, 10:00 - 18:00
Laugardaga 11:00 - 14:00.

  OPNUNARTÍMI
Virka daga  10:00 - 18:00
Opiđ laugardaga frá 12-15
tonabudin@tonabudin.is   info@hljodfaerahusid.is